„Líklegasta skýringin er að eldur hafi komið upp í kjölfar vinnu sem átti sér stað þarna um kvöldið,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, um brunann á frystihúsinu í Hrísey í maí.
Karlmaður sem gisti í gamla frystihúsinu hringdi í Neyðarlínuna þegar hann varð var við eldinn. Maðurinn var verkstjóri í húsinu og gisti þar vegna þess að hann býr ekki á eyjunni.
Bergur segir niðurstöður skýrslna frá tæknideld og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bendi til þess að bruninn hafi komið upp af mannavöldum en rannsókn lögreglu er á lokametrunum.
Þó sé ekki hægt að útiloka með fullri vissu að kviknað hafi í út frá rafmagni.
Maður hafi verið að rafsjóða í frystihúsinu kvöldið áður en eldurinn kom upp. Miðað við hvar eldurinn kom upp er talið líklegastað neisti hafi hlaupið úr suðunni í umbúðir sem þar voru nálægt, að sögn Bergs.
„Í þessu máli benti allt til gáleysisverknaðar strax í upphafi,“ segir Bergur.