Halda eftir 105 þúsundum

Íbúar hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar bregða undir sig betri fætinum.
Íbúar hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar bregða undir sig betri fætinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekið skal fram að fréttin og fyrirsögnin hefur verið leiðrétt, sjá hér neðst. 

Íbúi á hjúkrunarheimili sem greiðir tæpar 71 þúsund kr. sem kostnaðarþátttöku til heimilisins á mánuði heldur eftir tæplega 51 þúsund kr. til eigin þarfa.

71 þúsund er einmitt meðalupphæð sem þeir heimilismenn sem á annað borð greiða til ríkisins vegna dvalar á hjúkrunar- og dvalarheimilum þurfa að borga. Yfir 40% íbúanna eru með það lágar tekjur að þeir borga ekkert og þeir tekjulægstu fá dagpeninga frá ríkinu.

Í tilbúnu dæmi, sem miðast við meðalgreiðandann, er gert ráð fyrir að hann hafi liðlega 157 þúsund kr. í greiðslur úr lífeyrissjóði og 25 þúsund kr. í fjármagnstekjur á mánuði. Af 182 þúsund kr. heildartekjum fara 131.500 krónur til ríkisins í formi skatta og kostnaðarþátttöku og viðkomandi heldur eftir tæpu 51 þúsundi, ef marka má reiknivél á vef Tryggingastofnunar ríkisins.

Ef þetta er reiknað yfir á heilt ár sést að kostnaðarþátttakan er 851 þúsund og skattar 727 þúsund og viðkomandi heldur eftir tæpum 610 þúsund kr. yfir árið. Taka verður fram að hjúkrunarheimilið greiðir mat, hjúkrun og lyf fólksins sem þar býr. Íbúar getur notað ráðstöfunartekjur til persónulegra útgjalda.

Uppfært kl. 12:20

Skattkort var skráð á rangan stað í reiknivélinni og því varð niðurstaðan röng. Ráðstöfunartekjur íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum sem eru með umræddar tekjur og að teknu tilliti til persónuafsláttar eru 105.429 krónur á mánuði og 1265.149 á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert