Ísland undirbýr hertar kröfur í loftslagsmálum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfissráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfissráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland undirbýr nú hert markmið innan ramma Parísarsamningsins, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, á málþingi Loftslagsráðs og breska sendiráðsins, sem fram fór í dag.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda, sem kynnt var fyrr á þessu ári, gerir ráð fyrir meiri samdrætti í losun á Íslandi en krafist er. Þá hafa ýmsar mótvægisaðgerðir gegn heimsfaraldrinum það markmið að styðja við „græna“ efnahagsendurreisn, sem falli að loftslagsmarkmiðum.

Umhverfisráðherra fjallaði á málþinginu um stöðu mála í loftslagsmálum í ljósi kórónuveirunnar og efnahagsendurreisnar í kjölfar faraldursins, auk væntanlegs leiðtogafundar um loftslagsmál (COP26), sem fram fer í Glasgow í nóvember að ári, en fresta þurfti því um ár vegna farsóttarinnar. Þar á að ræða uppfærslu á losunarmarkmiðum ríkja, í ljósi þess að fyrri markmið hafi ekki dugað til að halda hlýnun innan við 2°C.

Guðmundur Ingi sagði Ísland styðja metnaðarfylltri loftslagsaðgerðir á heimsvísu og sagði að Ísland væri reiðubúið að leggja sitt af mörkum, líkt og það hefði gert af myndarskap á undanförnum árum. Hlutverk Íslands í loftslagsmálum í alþjóðlegu samhengi var einnig rætt á málþinginu. Benti ráðherra í stuttu máli á, að margur væri knár þótt hann væri smár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert