Landlægur skortur á gúrkum í tvo mánuði

Erfitt hefur verið að nálgast íslenskar gúrkur í verslunum.
Erfitt hefur verið að nálgast íslenskar gúrkur í verslunum.

Skortur hefur verið á gúrkum hér á landi undanfarna tvo mánuði. Í flestum verslunum hafa nær engar íslenskar gúrkur verið á boðstólum. Þetta segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.

„Það hefur verið landlægur skortur í tvo mánuði. Skýringin sem við fáum er útskipti á plöntum garðyrkjubænda. Hins vegar er gert ráð fyrir að framboðið verði nægilegt um 20. nóvember. Í framhaldinu á síðan ekki að slitna upp úr þessu,“ segir Guðmundur og bætir við að eitthvað hafi verið flutt inn af erlendum gúrkum. Verslunin hafi þó reynt að selja innlenda framleiðslu.

Aðspurður segir hann að fjölmargar kvartanir hafi borist. „Við erum að fá alveg helling af kvörtunum og skammirnar lenda hjá okkur. Að okkar mati hefði sölufélagið mátt standa sig betur í upplýsingagjöfinni. Þetta er auðvitað bagalegt enda eiga gúrkur alltaf að vera til. Það er þó ljós í myrkrinu þar sem þetta er að komast í lag.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert