Með 30 milljarða ábata innilokaðan

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á fundinum …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þær tillögur sem OECD leggur fram í nýrri skýrslu, sem miðar að því að breyta lögum og reglum í ferðaþjónustu- og byggingariðnaði til að stuðla að aukinni samkeppni, gæti haft áhrif á efnahagslífið sem nemur um 1% af vergri landsframleiðslu, 200 milljónum evra eða um 30 milljörðum króna. Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á kynningarfundi í Hörpu í dag.

Sagði Þórdís að hér værum við með 30 milljarða ábata „innilokaðan í efnahagskerfinu“ sem þyrfti að leysa úr læðingi. Sagði hún að þessi ábati hefði ekki raungerst vegna regluverks sem hér hefði verið skapað og nú þyrfti að fara í að afnema óþarfa reglubyrði. Tók hún sérstaklega fram að ekki ætti að afnema hvaða reglubyrði sem er, heldur finna þær reglur sem væru ómálefnalegar og óþarfar samkeppnishindranir.

Þá sagði Þórdís jafnframt að horfa þyrfti til ábendinga OECD varðandi reglusetningu í framtíðinni. Það þyrfti að smíða reglur með þeim hætti að ekki þyrfti að taka til í reglusafninu á nokkurra ára fresti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert