Joe Biden, kjörinn forseti Bandaríkjanna, ræddi símleiðis við helstu þjóðarleiðtoga Evrópu í dag.
BBC greinir frá því að Biden hafi sagt Emmanuel Macron Frakklandsforseta að hann vilji efla tengslin við elsta bandamann Bandaríkjanna. Þeir ræddu einnig kórónuveirufaraldurinn.
Þá ræddi Biden einnig við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og sagðist hann vilja leggja áherslu á að endurbyggja tengsl Bandaríkjanna við Evrópu.
Forsetaefnið ræddi einnig við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Micheál Martin, forsætisráðherra Írlands, í dag.
Leiðtogarnir fjórir óskuðu allir Biden til hamingju með kosningasigurinn á Donald Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum vestanhafs.
Today, President-elect Joe Biden took part in separate congratulatory calls with the leaders of France, Germany, Ireland, and the United Kingdom. pic.twitter.com/vCyAVVF3qw
— Biden-Harris Presidential Transition (@Transition46) November 10, 2020