Bólusetningar gætu hafist fyrri hluta næsta árs

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólf­ur Guðna­son seg­ir ánægju­legt að farið sé að eygja til lands er varðar bólu­setn­ing­ar við kór­ónu­veirunni. Ísland hef­ur kauprétt að bólu­efn­inu frá Pfizer sem lof­ar góðu eft­ir fyrstu rann­sókn­ir, auk kauprétt­ar að fleiri bólu­efn­um sem einnig eru á loka­stigi rann­sókna. Býst Þórólf­ur við því að fregn­ir fari að ber­ast af þeim á næst­unni, þó ým­is­legt geti sett strik í reikn­ing­inn í þeim efn­um.

Tel­ur Þórólf­ur hugs­an­legt að byrjað verði að bólu­setja fyr­ir kór­ónu­veirunni á Íslandi fyrri hluta næsta árs.

Seg­ir hann þó mik­il­vægt að halda far­aldr­in­um í al­gjöru lág­marki þar til bólu­setn­ing verður mögu­legt og legg­ur hann því til að hægt verði farið í að aflétta tak­mörk­un­um. Hann hef­ur skilað sín­um til­lög­um til heil­brigðisráðherra er varðar aflétt­ingu 18. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Þórólf­ur seg­ir kúr­vu sam­fé­lags­smita á niður­leið, en af þeim 18 sem greind­ust með kór­ónu­veiru­smit í gær voru aðeins 6 utan sótt­kví­ar. Auk þess fer álag á sjúkra­hús­in, þá sér­sak­lega Land­spít­ala, minnk­andi, sem Þórólf­ur seg­ir ánægju­legt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert