Fjölskyldubingó mbl.is verður haldið í þriðja sinn í kvöld og hefst kl. 19 á mbl.is og rás 9 í Sjónvarpi Símans. Stjórnendur sem fyrr eru Siggi Gunnars og Eva Ruza.
Tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í bingóinu og í síðustu viku flugu vinningarnir út, heildarverðmæti þeirra var um 600 þúsund krónur. Okkar ástkæri söngvari Páll Óskar sá um að halda uppi stuðinu sem aldrei fyrr.
Í kvöld kl. 19 verður blásið til áframhaldandi veislu en það er enginn annar en Jón Jónsson sem ætlar að mæta í stúdíóið og syngja fyrir þátttakendur bingósins.
„Ásóknin í bingóið í síðustu viku var gríðarlega mikil og fundum við allhressilega fyrir því. En við mætum til leiks í kvöld ennþá öflugri og með margfalt fleiri vinninga svo fleiri fái að njóta,“ segir bingóstjórinn Siggi Gunnars. Heildarverðmæti vinninga kvöldsins er yfir 1,7 milljónir króna og þátttaka er sem áður takmörkuð. Því er mikilvægt að tryggja sér bingóspjald sem allra fyrst. Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að fara á bingósíðuna www.mbl.is/bingo. Eins er hægt að senda póst á bingo@mbl.is