Hæstiréttur Íslands hefur fallist á málskotsbeiðni skiptastjóra þrotabús flugfélagsins WOW air um að taka fyrir mál Stefáns Eysteins Sigurðssonar, fyrrverandi fjármálastjóra WOW air, sem krefst þess að launakrafa hans upp á rúmar 14 milljónir verði viðurkennd sem forgangskrafa í þrotabú flugfélagsins. Frá þessu greinir RÚV.
Fallist var á kröfu Stefáns Eysteins bæði fyrir Landsrétti og Héraðsdómi, en skiptastjóri þrotabúsins heldur því fram að Stefán Eysteinn hafi verið stjórnandi eða svokallaður nákominn aðili fyrirtækisins eigi og eigi því ekki rétt á slíkri forgangskröfu. Almenna reglan við uppgjör þrotabúa hefur verið sú að þeir sem koma að rekstri félaga eigi ekki rétt á forgangskröfum, en þeir eru taldir vita meira um stöðu viðkomandi félags en venjulegir starfsmenn og um það var tekist í máli fjármálastjórans fyrrverandi.
Hvorki Landsréttur né Héraðsdómur féllst á að Stefán Eysteinn hafi verið nákominn aðili, en því vill skiptastjóri ekki una og skaut málinu því til Hæstaréttar, sem fallist hefur á málskotsbeiðnina og telur að málið geti haft fordæmisgildi um skýringu á hugtakinu nákomnir.