Laugavegurinn endurnýjaður

Gatan verður lagfærð og verður síðan göngugata allt árið.
Gatan verður lagfærð og verður síðan göngugata allt árið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir hluta Laugavegar, milli Klapparstígs og Frakkastígs, hefur verið auglýst og er athugasemdafrestur til 11. desember nk.

Í tillögunni felst að hluti Laugavegar og Vatnsstígs verður gerður að varanlegum göngugötum og samhliða því er unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, hellur, gróður, götugögn og lýsingu.

Samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur 4.september 2018 að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið, ásamt þeim götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur.

Í kynningargögnum með tillögunni segir að Laugavegurinn sé helsta verslunargata Reykjavíkur frá fornu fari og hafi vegna sögu og starfsemi mikið aðdráttarafl fyrir gesti og gangandi bæði innlenda og erlenda. Með umbreytingu og endurhönnun Laugavegar sé markmiðið að gæða götuna enn meira lífi með því að veita gangandi og hjólandi vegfarendum aukið rými í henni frá því sem nú er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert