Óskemmtileg aðkoma eftir veggjakrot næturinnar

Veggjakrot hreinsað af húsum við Skólavörðustíg
Veggjakrot hreinsað af húsum við Skólavörðustíg mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er einhver nýr á markaðinum og hann fór víða um,“ segir Örn Karlsson, verktaki við þrif hjá Reykjavíkurborg.

Krotað hafði verið á mörg hús við Skólavörðustíg og á Skólavörðuholti í byrjun vikunnar og var það þrifið á þriðjudag.

Eins og sjá má á myndinni var veggjakrotaranum mikið niðri fyrir þegar kom að þessu húsi við Skólavörðustíg og aðkoman var ekki skemmtileg.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg nemur sá kostnaður sem fallið hefur til vegna veggjakrots á fasteignum borgarinnar tæpum níu milljónum króna það sem af er ári. Er það svipað og síðustu ár. Ógeðfellt krot var að finna í hjólageymslu við Austurbæjarskóla á mánudag, að því er fram kemur í Morgnblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert