Vilja ekki tengingu við aðalkjarasamning

TF-EIR lendir á Dalvík.
TF-EIR lendir á Dalvík. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að yfirstandandi kjaradeila flugvirkja Landhelgisgæslunnar og Landhelgisgæslunnar strandi ekki á launum eða of háum kröfum um laun.

Hann segir að deilan sé til komin vegna þess að samninganefnd ríkisins standi ekki við tengingu við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins.

„Deilan er til komin vegna þess að flugvirkjar Gæslunnar hafa í áratugi fylgt aðalkjarasamningi Flugvirkjafélagsins og hefur verið sátt um þá tengingu frá árinu 1983. Það hefur verið stefnuleysi við samningaborðið af hálfu ríkisins og það varð skyndilega niðurstaða samninganefndar ríkisins að standa ekki við þessa tengingu,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið.

Flugvirkjar Gæslunnar hófu ótímabundið verkfall í síðustu viku, og hafa fulltrúar flugvirkja og Landhelgisgæslunnar ræðst óformlega við í þessari viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert