Vill ræða hótel Tans í stjórn Faxaflóahafna

Skiptar skoðanir eru um uppbyggingu hótels á Miðbakka.
Skiptar skoðanir eru um uppbyggingu hótels á Miðbakka. Tölvuteikning/Yrki Arkitektar

Skiptar skoðanir eru meðal borgarfulltrúa um áform kaupsýslumannsins Tans Sri Vincents Tans um byggingu hótels á Miðbakkanum í Reykjavík, en greint var frá því í ViðskiptaMogganum í gær að búið væri að tryggja 40 milljarða fjármögnun til verkefnisins og hægt væri að hefjast handa nú þegar ef heimild fengist til framkvæmda.

Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og borgarfulltrúi Samfylkingar, sagðist hins vegar í samtali við mbl.is í gær ekki sjá fyrir sér að uppbygging Miðbakkans myndi fara til eins einkaaðila og hún teldi óeðlilegt að sótt hefði verið um að byggja á lóð sem ekki væri í eigu kaupsýslumannsins.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, situr einnig í stjórn Faxaflóahafna, en hún segir í samtali við Morgunblaðið í dag að málið hafi aldrei farið fyrir stjórnina, þrátt fyrir að skipulagsfulltrúi hafi óskað eftir umsögn um þessa mögulegu uppbyggingu Vincents Tans í júní. Faxaflóahafnir skiluðu síðan neikvæðri umsögn 27. október síðastliðinn.

Marta hyggst óska eftir því að málið verði rætt í stjórninni. „Ég tel það óeðlilegt að þessi umsögn hafi ekki verið rædd í stjórninni. Af þeim sökum verður málið tekið upp í henni. Þetta er stórt og veigamikið mál og það þarf að afgreiða það með réttum hætti,“ segir Marta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert