Falli að umhverfinu

Goðafoss er um 30 metra breiður og formfagur. Fremst á …
Goðafoss er um 30 metra breiður og formfagur. Fremst á myndinni sést nýr útsýnispallur á austurbakkanum sem er vinsæll myndatökustaður. mbl.is/Þorgeir

Árleg Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu sem veitt voru nú í vikunni komu í hlut Þingeyjarsveitar fyrir uppbyggingu innviða við Goðafoss.

Þar hefur margvísleg aðstaða verið byggð upp á síðustu árum; stígar lagðir, settir upp útsýnispallar og bílastæði flutt fjær fossinum til að draga úr skarki á fallegum stað.

„Leiðarljós við umhverfisbætur er jafnan að vernda náttúruna og ganga frá mannanna verkum þannig að þau falli vel inn í umhverfið, auki öryggi ferðafólks og séu þannig útbúin að upplifun verði sterk,“ segir Þráinn Hauksson landslagsarkitekt. Hann er í forsvari fyrir Landslag ehf., en þar og hjá Glámu-Kím arkitektum var aðstaðan við Goðafoss hönnuð og þróuð, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Goðafoss í Skjálfandafljóti, sem er nærri Ljósavatnsskarði og í mynni Bárðardals, er 9-17 metra hár eftir því hvar mælt er og 30 metra breiður. Fossinn er formsterkur og myndrænn. Klettar á skeifulaga brún greina fossinn í tvo meginála sem steypast fram af hraunhellu, skáhallt andspænis hvor öðrum. Ætlað er að um 500 þúsund manns komi að fossinum á ári hverju, sem er við Hringveginn því sem næst mitt á milli Akureyrar og Mývatns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert