„Ég held að það sýni allir skilning á ástandinu en auðvitað vonum við að slakað verði á takmörkunum fyrr en seinna svo við getum haldið áfram. Maður finnur það á nemendunum að þeir eru orðnir þreyttir og pirraðir á þessari fjarkennslu,“ segir Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.
Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa sett strik í reikninginn hjá nemendum Flugakademíunnar að undanförnu. Heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér þau tilmæli að verklegt flugnám og kennsla þar sem ekki væri unnt að viðhalda tveggja metra nálægðartakmörkunum væri óheimil fram til 17. nóvember næstkomandi.
Davíð segir að bókleg kennsla hafi að mestu farið fram á Teams, að minnsta kosti þar sem því hefur verið við komið. Ekki sé þó hægt að kenna að fullu leyti í gegnum fjarfundi., að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.