Hársnyrtar svartsýnir á að fá að opna

Ekki hefur verið hægt að fá klippingu á höfuðborgarsvæðinu í …
Ekki hefur verið hægt að fá klippingu á höfuðborgarsvæðinu í 5 vikur.

Hársnyrtar eru orðnir óþreyjufullir eftir að fá að byrja að klippa aftur. Hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar frá 7. október af sóttvarnaástæðum og á öllu landinu frá 20. október og ekkert liggur fyrir hvenær heimilt verður að opna þær aftur.

Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, segir hársnyrta algjörlega í lausu lofti. Tekjufallið í stéttinni sé algjört og enn er ekki hægt að sækja um lokunarstyrki. Hún segir hlutina hreyfast hægt í þeim málum og hársnyrta þurfa vissu í sínum málum, ekkert sé í hendi ennþá og það skapi óþarfa kvíða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir óvissuna erfiðasta og skort á samtali gera sínum félagsmönnum erfiðara fyrir. Mikilvægt sé fyrir hársnyrta að vita helst fyrir helgina hvort möguleiki sé á opnunum í næstu viku og hvort það verði þá innan einhvers ramma sem hægt væri að byrja að undirbúa um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert