Lagfæringar við Leiðarenda

Við Leiðarenda.
Við Leiðarenda. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umhverfisstofnun veitti Hafnarfjarðarbæ nýverið leyfi til þriggja daga vinnu þriggja starfsmanna við frágang bílastæðis sem gert var við hellinn Leiðarenda nú í haust.

Hellirinn er innan Reykjanesfólkvangs og er jarðrask þar óheimilt nema með leyfi stofnunarinnar.

Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs í Hafnarfirði, segir að það sé vilji bæjaryfirvalda að aðkoma sé sem best að hellinum og því hafi verið ráðist í gerð bílastæða fyrir 17 bíla og tvær rútur auk annarra framkvæmda. Leiðarendi sé um margt áhugaverður sem fræðsluhellir fyrir Íslendinga sem og útlendinga, en þoli ekki mikið álag.

Hún segir að fylgst sé með fjölda gesta á svæðinu og á síðustu árum hafi dregið úr heimsóknum. Það megi einkum skýra með bættu aðgengi að Raufarhólshelli við Þrengslaveg, en einnig sé hann auðveldari yfirferðar heldur en Leiðarendi við Bláfjallaveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert