Öryrkjar fái 86.000 kr. undir lágmarkslaunum

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, vakti máls á því á Alþingi í dag að um áramótin verði munur á örorkulífeyri og lágmarkslaunum orðinn 86.000 krónur, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Það sagði Guðmundur „fáránlegt fjárhagslegt ofbeldi“.

„Í þrjú ár hefur ríkisstjórn Bjarna, Katrínar og Sigurðar ákveðið að auka á fátækt fatlaðs fólks og langveiks í stað þess að bæta kjör þeirra,“ sagði Guðmundur sem benti á að stór hluti öryrkja byggi við fátækt. 

„Og það er fáránlegt fjárhagslegt ofbeldi að um áramótin verður munurinn á örorkulífeyri og lágmarkslaunum orðinn 86.000 kónur.“

Guðmundur sagði að bilið á milli örorkulífeyris og lágmarkslauna hafi stöðugt breikkað frá árinu 2007. 

„Bilið hefur breikkað enn meira og það þrátt fyrir að ríkisstjórn eftir ríkisstjórn lofi öðru fyrir kosningar. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu er enga breytingu að sjá heldur öfugt , aukning fátæktar og harðari sveltistefna,“ sagði Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert