Vilja koma á flugferðum milli Íslands og Kína

Juneyao Air. Flug til Kína er á teikniborðinu.
Juneyao Air. Flug til Kína er á teikniborðinu. Ljósmynd/Tang Xiaozhang

Full­trú­ar Íslands funduðu í síðustu viku með for­stjóra flug­fé­lags­ins Ju­neyao Air, Zhao Hong Liang, og öðrum for­svars­mönn­um flug­fé­lags­ins.

Fund­ur­inn fór fram í Sj­ang­hæ í Kína, en þar lýsti flug­fé­lagið yfir áhuga á að hefja flug hingað til lands þegar far­ald­ur kór­ónu­veiru er yf­ir­staðinn. Þetta staðfest­ir Gunn­ar Snorri Gunn­ars­son, sendi­herra Íslands í Kína.

Flug­fé­lagið greindi frá því í fyrra að það hefði hug á að fljúga hingað til lands. Hefja átti flug í sum­ar milli land­anna með viðkomu í Hels­inki í Finn­landi. Heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru kom hins veg­ar í veg fyr­ir um­rædd­ar áætlan­ir, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert