Vilja koma á flugferðum milli Íslands og Kína

Juneyao Air. Flug til Kína er á teikniborðinu.
Juneyao Air. Flug til Kína er á teikniborðinu. Ljósmynd/Tang Xiaozhang

Fulltrúar Íslands funduðu í síðustu viku með forstjóra flugfélagsins Juneyao Air, Zhao Hong Liang, og öðrum forsvarsmönnum flugfélagsins.

Fundurinn fór fram í Sjanghæ í Kína, en þar lýsti flugfélagið yfir áhuga á að hefja flug hingað til lands þegar faraldur kórónuveiru er yfirstaðinn. Þetta staðfestir Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína.

Flugfélagið greindi frá því í fyrra að það hefði hug á að fljúga hingað til lands. Hefja átti flug í sumar milli landanna með viðkomu í Helsinki í Finnlandi. Heimsfaraldur kórónuveiru kom hins vegar í veg fyrir umræddar áætlanir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka