Ein Lyklafellslína í stað tveggja öflugri

Hamraneslínur 1 og 2 voru færðar frá Skarðshlíðarhverfi á síðasta …
Hamraneslínur 1 og 2 voru færðar frá Skarðshlíðarhverfi á síðasta ári. Þær munu hverfa af landakortinu þegar nýjar línur verða lagðar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Í nýju umhverfismati fyrir lagningu og niðurrifi háspennulína á höfuðborgarsvæðinu er aðeins gert ráð fyrir einni 220 kílóvolta Lyklafellslínu en ekki tveimur mun öflugri línum.

Hins vegar er áfram gert ráð fyrir tilfærslu línumannvirkja fjær byggð á höfuðborgarsvæðinu og niðurrifi gamalla lína sem liggja í eða við byggðina.

Lengi hafa verið til skoðunar breytingar á flutningskerfi raforku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þær felast í gerð nýrra raflína og niðurrifi annarra. Gert var umhverfismat á suðvesturlínum. Forsendur þess voru að geta brugðist við spurn eftir aukinni flutningsgetu raforku í tengslum við áætlanir sem þá voru uppi um uppbyggingu virkjana og stóriðju á suðvesturhorni landsins og hins vegar tilfærslu flutningsmannvirkja frá byggðinni.

Gert var ráð fyrir byggingu Lyklafellslínu frá fyrirhuguðu tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og Ísallínu 3 frá tengivirkinu við Hamranes að Straumsvík. Þær voru forsendur þess að hægt væri að taka niður Hamraneslínur 1 og 2 sem liggja frá Geithálsi að Hamranesi og Ísallínur 1 og 2 sem liggja að álverinu. Gert var ráð fyrir að Lyklafellslína yrði 400 kV og auk hennar kæmi önnur 400 kV lína samhliða og þær áttu að liggja meðfram Búrfellslínu 3.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert