Vilja samninginn án hagræðingar

Flugvirkjar sinna meðal annars þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Flugvirkjar sinna meðal annars þyrlum Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Hari

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins krefjast flugvirkjar Landhelgisgæslunnar sömu kjara og flugvirkjar Icelandair fengu þegar samið var við þá síðasta sumar, en að undanskildum þeim atriðum sem snúa að hagræðingunni sem Icelandair fékk vegna breytinga á kjarasamningnum.

Talið er að einingakostnaður vegna flugvirkja Icelandair hafi lækkað um 10% í þeim samningi, sem er til fimm ára. Hagræðingin var Icelandair nauðsynleg vegna hlutafjárútboðs félagsins í lok sumars. Flugvirkjar Gæslunnar telja breytingarnar ekki eiga við sig.

Heimildir blaðsins herma að ríkið telji sig ekki lengur geta unað við að tengja samninga flugvirkja Gæslunnar við samning flugvirkja og Icelandair, honum fylgi alltaf umframkostnaður fyrir Gæsluna. Allar breytingar sem gerðar voru á samningnum séu gerðar fyrir rekstrarumhverfi Icelandair, sem sé annað en rekstrarumhverfi Landhelgisgæslunnar.

Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hófst í síðustu viku og hafa engar formlegar viðræður átt sér stað hjá ríkissáttasemjara frá því verkfallið skall á.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ríkið vilji gera sérstakan samning við flugvirkjana sem ekki verður tengdur Icelandair-samningnum.

Nánar má lesa um þetta hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert