Gæðafjalir marki upphaf tækifæra

Frá formlegri útgáfuathöfn á Mógilsá. Kjörviðurinn í öndvegi.
Frá formlegri útgáfuathöfn á Mógilsá. Kjörviðurinn í öndvegi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég trúi að útgáfa þessarar bókar boði upphaf að öðru og meira,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra.

Fyrir helgina veitti hún viðtöku fyrsta eintakinu af bókinni Gæðafjalir, sem er handbók um hvernig flokka skal timbur úr barrtrjám úr íslenskum skógum. Ritið, sem Eiríkur Þorsteinsson trétæknir þýddi, er sænskt, en í Svíþjóð er löng reynsla af nýtingu skóga og viðarvinnslu.

Skógræktin, Landbúnaðarháskóli Íslands og fleiri stofnuðu á síðasta ári til samstarfs í gæðamálum viðarnytja. Markmiðið með starfinu var meðal annars að kynna staðla fyrir þær trjátegundir sem nýtast í timburafurðir. Kynning og fræðsla eru hluti af þessu starfi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert