Handtóku mann sem birti myndband af líkamsárás

Maðurinn var handtekinn í gær.
Maðurinn var handtekinn í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann á þrítugsaldri sem birti myndband á Facebook þar sem hann réðst á annan karlmann. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Myndbandið er nærri þrjár mínútur að lengd. Í því sést maðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum, veitast að öðrum yngri manni, sparka í hann og kýla. Af samskiptum þeirra að dæma virðist hann telja að sá yngri hafi rægt konu hans.

Í samtali við Fréttablaðið staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og aðilar málsins yfirheyrðir. Myndbandið er enn aðgengilegt á Facebook-síðu gerandans, en Guðmundur telur aðspurður að sá grunaði verði látinn fjarlægja það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert