Haraldur Briem fenginn til að skoða Landakotsmálið

Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir.
Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir. mbl.is/Kristinn

Sérstakt teymi hefur hafið störf innan embættis landlæknis til að rannsaka ástæður þess að hópsýkingin kom upp á Landakoti. Eru það starfsmenn embættisins sem munu skoða málið, en auk þess hefur einn fyrrverandi starfsmaður embættisins verið fenginn til að aðstoða við þessa vinnu vegna mikilla anna hjá embættinu. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Kjartan Hreinn Njálsson, upplýsingafulltrúi landlæknis, staðfestir við mbl.is að umræddur starfsmaður sé Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, en hann hefur undanfarin ár komið reglulega að verkefnum hjá embættinu.

Í síðustu viku var birt skýrsla sem Land­spít­al­inn vann vegna hópsmits sem kom upp á Landa­koti. Var ein helsta niðurstaðan sú að ekki hefði verið til staðar loftræst­ing á sjúkra­stof­um á Landa­koti og að lé­leg loft­skipti magni upp sýk­inga­hættu.

Sagði Alma að embættið hefði fengið öll gögn afhent hjá Landspítalanum vegna málsins og myndi núna vinna eigin rannsókn á atvikinu. Sagðist hún eiga von á því að vinnan myndi taka einhverjar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert