Ísland nýtur sama aðgengis að bóluefni og ESB-ríki

Bóluefni Moderna prófað í Detroit.
Bóluefni Moderna prófað í Detroit. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur staðið í samn­ingaviðræðum við Moderna frá því í júlí. Fyrstu viðræðum við fyr­ir­tækið lauk 24. ág­úst. Þetta kem­ur fram á vef Evr­ópu­sam­bands­ins. Moderna kynnti í dag niður­stöður grunn­próf­anna á bólu­efni sínu við Covid-19 og gefa þær til kynna 95% virkni. 

Í frétta­til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins um samn­inga Evr­ópu­sam­bands­ins við lyfja­fyr­ir­tæki frá því í októ­ber kem­ur fram að: „ [..] munu Ísland og önn­ur aðild­ar­ríki Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins njóta sama aðgangs að bólu­efn­um sem Evr­ópu­sam­bandið sem­ur um og önn­ur ríki sam­bands­ins.“ 

Ísland mun því falla und­ir samn­inga Evr­ópu­sam­bands­ins við lyfja­fyr­ir­tækið.

Fyr­ir hef­ur Ísland tryggt sér aðgang að fjór­um bólu­efn­um. Pfizer og Bi­oNTech, Jans­sen Pharmaceutica, AstraZeneca og Sanofi og GSK.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert