Íslendingar lesa fleiri bækur nú en áður

Hrefna Haraldsdóttir
Hrefna Haraldsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Faraldurinn hefur áhrif á lestrarvenjur landsmanna og hafa þeir lesið og hlustað á að meðaltali 2,5 bækur á mánuði í ár, miðað við 2,3 á mánuði í fyrra.

Kemur þetta fram í lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, en Íslendingar fagna í dag jafnframt Degi íslenskrar tungu.

„Það er ánægjulegt að fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en á öðrum tungumálum,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, og bætir við að mikil umræða um bókmenntir að undanförnu hafi góð áhrif á greinina.

Notkun hljóðbóka fór einnig vaxandi í faraldrinum. Um 36% þeirra sem hlusta helst á hljóðbækur sögðust hlusta meira nú en fyrir faraldurinn og 18% þeirra sem lesa að jafnaði hefðbundnar bækur sögðust lesa meira nú en áður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sjá nánar hér

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert