Klippa kúfinn á fjórum vikum

Þorberg Ólafsson með skærin og greiðuna.
Þorberg Ólafsson með skærin og greiðuna. mbl.is/Sigurður Bogi

Ætla má að hárskerar verði um þrjár til fjórar vikur að vinna niður kúfinn sem safnast hefur upp á síðastliðnum einum og hálfum mánuði sem stofur þeirra hafa verið lokaðar í sóttvarnaskyni vegna kórónuveirunnar.

Þetta segir Þorberg Ólafsson rakari í Reykjavík. Hann þurfti þann 6. október að loka stofu sinni sem er efst við Laugaveginn. Opnað verður aftur á miðvikudag, 17. nóvember, samkvæmt þeim ákvörðunum stjórnvalda sem kynntar voru á föstudaginn.

„Við höfum reynsluna frá í vor. Þá þurftum við að loka í nokkrar vikur vegna sóttvarna en þegar því tímabili sleppti tók við mikil vinna á stofunni. Hér vinnum við fjögur og byrjuðum stundum klukkan hálfátta á morgnana og unnum kannski tólf til þrettán tíma á dag. Þetta var mesta törn sem ég hef tekið og þó er ég búinn að vera í faginu í samtals 55 ár,“ segir Þorberg í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert