Mikil fjölgun í HÍ

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Búist er við að 16.000 manns stundi nám í Háskóla Íslands á vormisseri sem er fjölgun um 1.000 nemendur frá því sem nú er.

Veruleg fjölgun hefur að undanförnu orðið í kennaranámi og hjúkrunarfræði, fögum þar sem vantað hefur fólk, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

„Alltaf þegar stór áföll verða í samfélaginu fjölgar í háskólanámi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Á næsta ári fær skólinn skv. fjárlagafrumvarpi um 24 milljarða króna en rektor gerir sér vonir um að tekið verði tillit til fjölgunar nemenda í auknum framlögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert