Níu ný kórónuveirusmit greindust innanland í gær. Sex voru í sóttkví við greiningu, en þrír utan sóttkvíar. Þá greindust níu við landamæraskimun, en beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í fjórum tilfellum. Tveir af þeim sem greindust voru utan höfuðborgarsvæðisins
Samtals voru 335 einkennasýni tekin í gær, 47 sýni af handahófi og 274 sýni við landamæri.
Í gær var greint frá því að aðeins þrjú smit hafi greinst á laugardaginn og þá voru 17 greind smit á föstudaginn, en færri sýni voru hins vegar tekin á laugardaginn en á föstudaginn.
59 liggja á sjúkrahúsi vegna faraldursins og fækkar um þrjá milli daga. Þá eru af þessum enn þrír á gjörgæslu.
693 eru í sóttkví og 340 í einangrun.
Nýgengi innanlandssmita mælist nú 66,8 en var 71,4 í gær. Er það mælt sem smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu tveimur vikum.