Þurfa að fara betur yfir loftræstingar og loftun

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag. Ljósmynd/Almannavarnir

Þar sem Covid-19 gæti verið meira loftborin en fyrst var haldið þurfa sjúkrastofnanir og hjúkrunarheimili að fara betur yfir loftræstingar og loftun hjá sér. Meðal annars þarf að huga að síuskiptum og að passa upp á að hlutfall fersks loft sé sem mest. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Í síðustu viku var birt skýrsla sem Landspítalinn vann vegna hópsmit sem kom upp á Landakoti. Var ein helsta niðurstaðan sú að ekki hefði verið til staðar loftræsting á sjúkrastofum á Landakoti og að léleg loftskipti magni upp sýkingahættu.

Loftræsting var ekki til staðar á Landakoti, en léleg loftskipti …
Loftræsting var ekki til staðar á Landakoti, en léleg loftskipti eru talin magna upp sýkingahættu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alma sagði á fundinum í dag að best væri að fá sem mest magn af fersku lofti inn á sjúkrastofnanir með því að opna glugga ofar. Þá væri rétt að horfa til þess að rakastig væri í kringum 40-60%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert