Þessar stúlkur úr Norðlingaskóla létu reyna á þykkt íssins sem nú hefur lagst yfir Rauðavatn.
Þær reyndu ýmislegt í tilraunum sínum og hoppuðu jafnvel á ísnum. Undir þeim hluta íssins á Rauðavatni sem stúlkurnar prófuðu er einungis grunnt vatn svo engum var stefnt í hættu, nema þá skónum sem hefðu getað vöknað.
Það gerðu þeir ekki og því ljóst að Rauðavatn er á góðri leið með að komast í almennilegan vetrarbúning.