Riða greinist á fimmta bænum

Riða hefur nú komið upp á fimm bæjum.
Riða hefur nú komið upp á fimm bæjum. mbl.is/Árni Sæberg

Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi, en um er að ræða bæinn Minni-Akra í Akrahreppi í Skagafirði. Áður hafði komið upp smit á Stóru-Ökrum, sem og Grænumýri og Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð og á Hofi í Hjaltadal, en sauðfé sem riðan greindist í þar kom frá Stóru-Ökrum.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að unnið sé að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

Tilfellið var staðfest í sýni sem tekið var í sláturhúsi og greint á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Á búinu er nú um hundrað fjár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert