Alls átján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með virka Covid-19 sýkingu, þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Einangrun hefur verið létt af 36 sjúklingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðssjórn spítalans og farsóttarnefnd. Spítalinn starfar á hættustigi.
Þá segir jafnframt að alls hefur 171 sjúklingur lagst inn frá upphafi þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. 15 andlát hafa orðið vegna Covid-19 í þriðju bylgju, alls 26.
Göngudeild Covid-19 hefur eftirlit með 239 sjúklingum, þar af 38 börn. Af starfsmönnum Landsspítala eru 14 í einangrun og 17 í sóttkví.