18 manns nú á spítala með Covid-19

171 sjúklingur hefur lagst inn frá upphafi þriðju bylgju faraldursins.
171 sjúklingur hefur lagst inn frá upphafi þriðju bylgju faraldursins. Ómar Óskarsson

Alls átján sjúk­ling­ar liggja nú inni á Land­spít­ala með virka Covid-19 sýk­ingu, þar af eru þrír á gjör­gæslu og tveir í önd­un­ar­vél. Ein­angr­un hef­ur verið létt af 36 sjúk­ling­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá viðbragðssjórn spít­al­ans og far­sótt­ar­nefnd. Spít­al­inn starfar á hættu­stigi. 

Þá seg­ir jafn­framt að alls hef­ur 171 sjúk­ling­ur lagst inn frá upp­hafi þriðju bylgju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. 15 and­lát hafa orðið vegna Covid-19 í þriðju bylgju, alls 26.

Göngu­deild Covid-19 hef­ur eft­ir­lit með 239 sjúk­ling­um, þar af 38 börn. Af starfs­mönn­um Lands­spít­ala eru 14 í ein­angr­un og 17 í sótt­kví.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert