Eldur í bíl í Hátúni

Slökkvilið var kallað á vettvang.
Slökkvilið var kallað á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kom upp í bíl í Hátúni í Reykjavík um hálfáttaleytið í kvöld, sem barst yfir í annan bíl. Annar bíllinn varð alveg alelda en hinn skemmdist þónokkuð.

Varðstjóri slökkviliðs segir að dælubíll hafi verið sendur á vettvang og að slökkvistarfi sé nú lokið. Slökkviliðsmenn voru um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert