Ellefu ný smit innanlands – tvö utan sóttkvíar

Ljósmynd/Landspítalinn

Ellefu ný kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands í gær. Níu voru í sóttkví við greiningu en tveir utan sóttkvíar, 55 liggja á sjúkra­húsi og eru fjór­ir á gjör­gæslu, að því er segir á covid.is.

Alls eru 384 í sótt­kví og 267 í ein­angr­un. Ný­gengi inn­an­lands­smita mæl­ist nú 56,4 en var 61,1 í gær. 

Þegar litið er til fjölda smita frá út­lönd­um þá eru fjórir sem bíða eft­ir mót­efna­mæl­ingu. 

Alls voru 812 ein­kenna­sýni tek­in hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og Land­spít­ala, 226 við landa­mæra­skimun og sóttkvíar- og handahófsskimanir voru 131.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert