Ellefu ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Níu voru í sóttkví við greiningu en tveir utan sóttkvíar, 55 liggja á sjúkrahúsi og eru fjórir á gjörgæslu, að því er segir á covid.is.
Alls eru 384 í sóttkví og 267 í einangrun. Nýgengi innanlandssmita mælist nú 56,4 en var 61,1 í gær.
Þegar litið er til fjölda smita frá útlöndum þá eru fjórir sem bíða eftir mótefnamælingu.
Alls voru 812 einkennasýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítala, 226 við landamæraskimun og sóttkvíar- og handahófsskimanir voru 131.