Lést af völdum Covid-19

mbl.is

Einn sjúk­ling­ur lést síðasta sól­ar­hring á Land­spít­ala vegna Covid-19, að því er seg­ir á vef spít­al­ans. Þar er aðstand­end­um jafn­framt vottuð samúð.

Alls hef­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn dregið 26 til dauða hér á landi.

Fyrr í dag var greint frá því, að ell­efu ný kór­ónu­veiru­smit hefðu greinst inn­an­lands í gær. Níu voru í sótt­kví við grein­ingu en tveir utan sótt­kví­ar, 55 liggja á sjúkra­húsi og eru fjór­ir á gjör­gæslu, að því er seg­ir á covid.is.

Alls eru 384 í sótt­kví og 267 í ein­angr­un. Ný­gengi inn­an­lands­smita mæl­ist nú 56,4 en var 61,1 í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert