Einn sjúklingur lést síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19, að því er segir á vef spítalans. Þar er aðstandendum jafnframt vottuð samúð.
Alls hefur kórónuveirufaraldurinn dregið 26 til dauða hér á landi.
Fyrr í dag var greint frá því, að ellefu ný kórónuveirusmit hefðu greinst innanlands í gær. Níu voru í sóttkví við greiningu en tveir utan sóttkvíar, 55 liggja á sjúkrahúsi og eru fjórir á gjörgæslu, að því er segir á covid.is.
Alls eru 384 í sóttkví og 267 í einangrun. Nýgengi innanlandssmita mælist nú 56,4 en var 61,1 í gær.