Prótein og peptíðar aflífa veirusprotana

Bóluefnið nýja er afrakstur samstarfs hins þýska BioNTech og alþjóðlega …
Bóluefnið nýja er afrakstur samstarfs hins þýska BioNTech og alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Pfizer. AFP

„Hve vel hefur gengið að þróa bóluefni við veirunni sem veldur Covid-19 sýnir hvað hægt er að gera þegar vísindamenn úr ólíkum greinum vinna saman,“ segir Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands.

Hann hefur fylgst vel með þrotlausu starfi vísindamanna við leit að vörn gegn kórónaveirunni. Framar væntingum þykir að bóluefni sé nú senn væntanlegt, aðeins um ári eftir að veirunnar varð fyrst varst. Það bóluefni sem flestir horfa til í dag er afrakstur samstarfs þýska fyrirtækisins BioNTech og alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Pfizer.

Sveinbjörn lýsir málum þannig að margar veirur, eins og kórónuveiran, eru með sprota utan á sér sem vænst sé að ónæmiskerfi mannsins greini. „Ef veira sem inniheldur þessa sprota, lætur sjá sig viljum við að ónæmiskerfið þekki hana undir eins. Aflífi hana áður en hún kemur sér fyrir, fjölgar og veldur sjúkdómnum,“ útskýrir Sveinbjörn í Morgunblaðinu í dag og segir margar leiðir færar við kynna þessa sprota fyrir ónæmiskerfinu.

Sú leið sem Pfizer og BioNTech fari sé að nota efni sem innihaldi uppskriftir af ýmsum efnum í flokki próteina og peptíða. Í þessu tilfelli séu fyrirtækin með mRNA-bút sem inniheldur uppskriftina að þessum sprotum sem einungis finnst á yfirborði kórónuveirunnar (SARS-CoV-2). Þegar þessu sé sprautað undir húð eða í vöðva, fara þessir mRNA-bútar inn í frumuna á svæðinu, sem síðan byrja að framleiða þessa sprota.


Sveinbjörn Gizurarson prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands.
Sveinbjörn Gizurarson prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka