Tugir milljarða í nýja Hamraborg

Ný Hamraborg. Á þessari tillögu er gert ráð fyrir skautasvelli …
Ný Hamraborg. Á þessari tillögu er gert ráð fyrir skautasvelli ofan á gjánni. Teikning/ONNO/PK arkitektar

Áformuð endurgerð Hamraborgar í Kópavogi mun kosta tugi milljarða og skapa fjölda starfa.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir raunhæft að hefja uppbyggingu á svonefndum Fannborgarreit á næsta ári. Það er eitt fimm fyrirhugaðra uppbyggingarsvæða við Hamraborg.

Við uppbygginguna víkja meðal annars þrjár skrifstofubyggingar í Fannborg 2, 4 og 6. Þeirra í stað koma nokkrar nýbyggingar, allt að 12 hæða háar, sem munu gjörbreyta ásýnd Hamraborgarinnar. Á næsta reit við hliðina, Traðarreit vestri, munu rísa 13 byggingar.

Skapa á nýjan miðbæ en á jarðhæðum verða verslanir og þjónusta. Samanlagt verða um 550 íbúðir á þessum tveimur reitum, eða tæplega tvöfalt fleiri en í Skuggahverfinu í Reykjavík. Séu hin þrjú uppbyggingarsvæðin talin með gætu yfir þúsund íbúðir risið við Hamraborg.

Ármann segir í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann að hugmyndin sé að Hamraborg verði aftur sterkur miðbær, líkt og fyrir hálfri öld.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert