Eru að komast í gegnum faraldur

Sólvellir eru á Eyrarbakka en hjúkrunarheimilið fór illa út úr …
Sólvellir eru á Eyrarbakka en hjúkrunarheimilið fór illa út úr hópsmiti tengdu Landakoti.

„Starfsfólkið er magnað og skjólstæðingarnir enn þá magnaðri. Sem betur fer eru allir að vinna sín verk með bros á vör, við gerum okkar besta,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum – heimili aldraðra á Eyrarbakka. Heimilið fór illa út úr hópsýkingunni sem kennd er við Landakot.

Sextán af nítján heilmilismönnum á Sólvöllum veiktust af Covid-19 og voru settir í einangrun á heimilinu og einhverjir þurftu að leggjast tímabundið inn á Covid-deildina á Landspítalanum. Tveir heimilismenn létust úr veirusýkingunni.

Tólf starfsmenn fengu veiruna og eru þeir komnir aftur til vinnu. Heimilisfólkið hefur ekki allt lokið einangrun en í það styttist, að sögn Jóhönnu Harðardóttur.

Kórónusmitið kom upp á Sólvöllum að kvöldi 23. október hjá tveimur heimilismönnum. Annar hafði verið fluttur frá Landakoti þar sem hópsmitið hefur verið byrjað að grassera.

Fyrir utan þá sem veiktust þurfti fjöldi starfsmanna Sólvalla og þeir heimilismenn sem ekki veiktust að fara í sóttkví.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert