Í ljósi staðfestra riðutilfella í Tröllaskagahólfi er hólfið nú skilgreint í heild sinni sem riðusýkt hólf næstu 20 árin frá síðasta staðfesta tilfelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en riða hefur greinst á fimm bæjum í hólfinu.
Þegar riðuveiki er staðfest taka gildi ýmsar takmarkanir sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki, til dæmis er nú óheimilt að:
Þeir sem fara milli sóttvarnasvæða, sýktra svæða, áhættusvæða eða ósýktra svæða, með tækjabúnað til landbúnaðarstarfa skulu fá leyfi héraðsdýralæknis og vottorð um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað.
Þessi tæki og önnur sem óhreinkast af sauðfé á sýktum svæðum skulu sótthreinsuð samkvæmt fyrirmælum héraðsdýralæknis að lokinni notkun á hverjum stað/jörð.
Tröllaskagahólf bætist því í listann yfir sýkt varnarhólf á landinu en þau eru nú sex talsins: Sýkt varnarhólf:
Allir flutningar á fé milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim (yfir varnarlínur) eru bannaðir.Til að kaupa líffé inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja um leyfi til MAST.