Tugir rýma tóm og lokuð á Laugavegi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar gengið er niður Laugaveginn um þessar mundir blasa við tóm og lokuð verslunar- og þjónusturými til beggja handa. Þar hefur kórónuveirufaraldurinn haft sín áhrif en fjölda ferðamannaverslana hefur verið lokað síðustu mánuði.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sömuleiðis standa mörg rými tóm. Í talningu Morgunblaðsins nýverið kom í ljós að ríflega 30 rými standa auð og yfirgefin og til viðbótar hefur 20 verslunum verið lokað. Eru þá ótalin þau veitinga- og kaffihús við Laugaveginn sem hafa lokað tímabundið vegna faraldursins eða eru með takmarkaða þjónustu. Séu þau talin með fer talan vel yfir 70, líkt og kom nýverið fram á mbl.is. Borgin áformar að fara í nýja talningu á sölustöðum við Laugaveg. 

Starfsemi við Laugaveg 51 og 74

Ranglega var sagt í Morgunblaðinu í umfjölluninni að kráin Ræktin væri ekki starfandi. Hún er í rekstri við hliðina á Laugavegi 74. Í því rými mun myndlistarmaðurinn Birgir Breiðdal opna sýningu um aðra helgi, eins og boðað er á plakötum utan á rýminu.

Þar sem Reykjavik Foto var áður við Laugaveg 51 var sl. miðvikudag opnað Munasafn Reykjavíkur, þar sem hægt er að fá lánuð verkfæri o.fl. gegn vægu félagsgjaldi, safn byggt á hugmyndum um deilihagkerfið.

 
Í talningu Morgunblaðsins nýverið kom í ljós að ríflega 30 …
Í talningu Morgunblaðsins nýverið kom í ljós að ríflega 30 rými standa auð og yfirgefin og til viðbótar hefur 20 verslunum verið lokað. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert