Útgáfu Málsvarnar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar seinkar

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bók um fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson er væntanleg í bókabúðir í upphafi næsta árs, að öllum líkindum í janúar. Rithöfundurinn Einar Kárason vinnur að bókinni og er þögull sem gröfin um innihaldið.

Upphaflega átti bókin að koma fyrir jólin og ná hefðbundnu jólabókaflóði. Einar segir hins vegar að útgáfan hafi tafist, eins og gengur og gerist. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu í dag.

Kynningu bókarinnar má sjá í Bókatíðindum undir nafninu Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og er hún í flokknum ævisögur og endurminningar.

„Jón Ásgeir Jóhannesson vakti ungur athygli er hann stofnaði ásamt föður sínum lágvöruverðsverslunina Bónus. Hann varð brátt atkvæðamikill í viðskiptalífinu hér á landi sem erlendis en fyrr en varði hófust réttnefndar ofsóknir gegn honum. Einar Kárason fer í saumana á þessari makalausu sögu og varpar nýju ljósi á manninn og nýliðna atburði í þjóðarsögunni,“ segir í kynningu bókarinnar í Bókatíðindum sem kemur væntanlega út í janúar á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert