Frítekjumarkið hækki í 300 þúsund

Breytingarnar gætu tekið gildi við álagningu 2021.
Breytingarnar gætu tekið gildi við álagningu 2021. mbl.is/Golli

Lagt er til að frítekjumark vaxtatekna einstaklinga við álagningu fjármagnstekjuskatts verði hækkað úr 150 þúsund kr. í 300 þúsund kr. á ári, í frumvarpsdrögum fjármálaráðuneytisins, sem birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda.

Áætlað er að ef þessi breyting yrði lögfest myndu tekjur ríkissjóðs af vaxtaskattinum minnka um 770 milljónir kr. á ári.

Ýmsar fleiri breytingar á skattstofni og skattlagningu fjármagnstekna er að finna í frumvarpinu en með því eru útfærðar tillögur starfshóps um endurskoðun skattstofns fjármagnstekjuskatts með tilliti til verðbólgu, sem skilað var 1. nóvember sl. Vísað er til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur að samhliða hækkun fjármagnstekjuskattsins í 22%, sem ákveðin var 2018, yrði skattstofninn tekinn til endurskoðunar.

Fram kemur að áformað sé að hækka frítekjumarkið í 300 þúsund við álagningu ársins 2021 og jafnframt að gerð verði sú breyting að 300 þúsund kr. frítekjumarkið nái líka til tekna af arði og af söluhagnaði félaga sem skráð eru á markaði

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert