Greina þarfir Landspítala fyrir húsnæði

Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stýrihópur heilbrigðisráðherra um framkvæmdir við nýjan Landspítala er að undirbúa þarfagreiningu fyrir húsnæði spítalans.

Ekki er gert ráð fyrir öldrunarlækningadeild sem nú er á Landakoti í nýjum meðferðarkjarna en tillögur hafa komið upp um nýtingu eldra húsnæðis spítalans eða nýbyggingu við Hringbraut sem þurfi að hýsa 80-100 sjúklinga.

Niðurstöður stýrihópsins um þetta mál eru væntanlegar að ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert