Sýni styrkleika bekkjakerfisins

Nýnemar í Verslunarskóla Íslands mættu í gær í sína fyrstu …
Nýnemar í Verslunarskóla Íslands mættu í gær í sína fyrstu kennslustund í staðnámi í nokkrar vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við skipuleggjum tvær vikur í senn eftir því hvaða sóttvarnareglur gilda en við eigum ekki von á stórum breytingum fyrr en eftir áramót,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.

Þótt breytingar hafi verið gerðar á reglugerð um smitvarnir í vikunni fer bóknámskennsla enn fram í fjarnámi en listgreinakennsla er í staðnámi í MS.

Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, segir að styrkleikar bekkjakerfisins hafi sýnt sig á tímum kórónuveirunnar. Mikilvægt sé að geta boðið upp á staðbundna kennslu, að nemendur þekkist og veiti hver öðrum stuðning. Kennsla hófst á ný í fyrradag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert