Fimmtán smit — Þrettán í sóttkví

Alls greindust 15 smit innanlands í gær, en aðeins voru …
Alls greindust 15 smit innanlands í gær, en aðeins voru tveir utan sóttkvíar. Ljósmynd/Landspítali

Fimmtán kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Átta greindust við einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítalans en sjö smit við sóttkvíarsýnatöku.

Þrettán voru í sóttkví við greiningu, eða tæp 87%. Tekin voru 750 sýni innanlands og var hlutfall jákvæðra sýna því 2%.

Alls eru nú 224 í einangrun á Íslandi en 217 í sóttkví. Þá eru 50 á sjúkrahúsi vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu.

Eitt virkt smit greindist á landamærunum en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar. vegna annars. Tekin voru 299 í landamæraskimunum í gær.

Nýgengi veirunnar lækkar milli daga og er nú 45,8 innanlands, en 57 sé landamæraskimun meðtalin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert