„Kirkjan er opin og kemur til þín“

Úr myndbandi Grafarvogskirkju.
Úr myndbandi Grafarvogskirkju. Skjáskot/Grafarvogskirkja

Kirkju­starf hef­ur ekki farið var­hluta af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, frek­ar en aðrir kim­ar sam­fé­lags­ins og ástandið kall­ar á skap­andi lausn­ir í safnaðar­starf­inu. „Kirkj­an er opin, en nú för­um við til fólks­ins í stað þess að það fari til okk­ar,“ seg­ir Guðrún Karls Helgu­dótt­ir sókn­ar­prest­ur í Grafar­vogs­kirkju.

Kirkj­an birti í gær lag á Face­book-síðu sinni þar sem þessi skila­boð eru ít­rekuð á skemmti­leg­an máta. Lagið er er­lent en text­inn verk Guðrún­ar.

„Þess­ir und­ar­legu tím­ar kalla fram ein­hvern sköp­un­ar­kraft og okk­ur langaði að gera eitt­hvað nýtt og skemmti­legt úr þessu,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is spurð út í kveikj­una að lag­inu.

Stór hóp­ur fólks tek­ur þátt í söngn­um. „Þetta er fólk úr alls kon­ar hóp­um. Prest­arn­ir all­ir og fólk úr öll­um þrem­ur kór­un­um okk­ar og safnaðar­starf­inu, bæði eldri borg­ara starfi og æsku­lýðsstarf­inu,“ seg­ir Guðrún.

Hún seg­ir tölu­verða skipu­lagn­ingu vera á bak við mynd­bandið, enda tíu manna sam­komu­bann í gildi þegar það var tekið upp. „Það þurfti að taka þetta upp í nokkr­um holl­um.“

Prest­ar verða sjón­varps­pré­dik­ar­ar

Eina starf kirkj­unn­ar sem ligg­ur niðri vegna far­ald­urs­ins er ein­mitt kór­a­starfið og því kær­komið fyr­ir kór­börn­in að fá að koma sam­an og vinna að lag­inu. Öðru kirkju­starfi er haldið úti en í öðru formi. Þannig fara ferm­ing­ar­fræðsla og æsku­lýðsfund­ir nú fram í gegn­um Zoom og barn­a­starfið hef­ur ein­kennst af rat­leikj­um fyr­ir utan kirkj­una.

Messað er tvisvar í viku og sent út á net­inu.Guðrún seg­ir að sumu leyti sé meira álag í því formi, að þurfa alltaf að vera skap­andi og finna upp á ein­hverju nýju. „Allt í einu þurfa prest­ar að vera ein­hverj­ir sjón­varps­pré­dik­ar­ar. Fólki finnst það misþægi­legt,“ seg­ir Guðrún.

Fyr­ir vikið eru mess­ur mun ein­fald­ari en venju­lega. „Við leggj­um áherslu á boðskap­inn og erum með ör­stutt­ar, ein­fald­ar helg­i­stund­ir.“ Ýmsir fast­ir liðir falla brott, þeirra á meðal vita­skuld alt­ar­is­gang­an.

Guðrún seg­ir prest­ana þegar vera farna að búa sig und­ir að jóla­haldið verði á net­inu. Jafn­an eru kirkj­ur lands­ins full­ar á aðfanga­dag og um 700 manns sem mæta í messu á aðfanga­dag.

Hún er held­ur ekki of bjart­sýn á að messu­hald geti farið fram með hefðbundn­um hætti fyr­ir jól­in. „Til að við get­um haldið ein­hverj­ar mess­ur með hefðbundn­um hætti þurfa tak­mörk­in að fara upp í 100 manns eða jafn­vel 200. Það er svo leiðin­legt að þurfa að vísa ein­hverj­um frá.“

Guðrún Karls Helgudóttir ásamt Vigfúsi Þór Árnasyni. Myndin var tekin …
Guðrún Karls Helgu­dótt­ir ásamt Vig­fúsi Þór Árna­syni. Mynd­in var tek­in þegar sá síðar­nefndi sett­ist í helg­an stein eft­ir 27 ár í starfi. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka