Ný brú byggð yfir Hverfisfljót

Hverfisfljót. Núverandi brú er einbreið og farartálmi, byggð árið 1968.
Hverfisfljót. Núverandi brú er einbreið og farartálmi, byggð árið 1968.

Vegagerðin hefur kynnt fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja brú á hringvegi um Hverfisfljót í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Í tengslum við byggingu nýrrar brúar þarf að endurbyggja hringveginn á kafla.

Kostnaður við verkið er áætlaður rúmar 700 milljónir króna. Nýja brúin, sem er um 20 kílómetra austan Kirkjubæjarklausturs, mun leysa af hólmi einbreiða stálbitabrú með steyptu gólfi sem byggð var árið 1968.

Fyrirhugað er að byggja nýja 74 metra langa og tvíbreiða brú yfir Hverfisfljót á hringvegi, við hlið núverandi brúar, eða 20 metra neðan hennar, auk vega sem tengja nýja brú núverandi vegakerfi. Nýr vegur og brú verða samtals um 2,2 kílómetra löng, þar af verður 1,1 km nýlögn og 1,1 km endurbygging núverandi vegar.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að fækka einbreiðum brúm á hringvegi. Markmiðið er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum. Vegagerðin áætlar að vegur og brú verði byggð árið 2021 og hægt verði að taka mannvirkið í notkun um haustið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert