WHO mælir gegn remdesivir

Stór hluti Covid-sjúklinga á Landspítalanum hefur fengið lyfið remdesivir. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin …
Stór hluti Covid-sjúklinga á Landspítalanum hefur fengið lyfið remdesivir. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur nú mælt gegn notkun þess. Lyfið þyki ekki hafa áhrif á bataferli sjúklinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur mælt gegn notk­un lyfs­ins remdesi­v­ir í meðferð Covid-19-sjúk­linga. Lyfið hef­ur tölu­vert verið notað hér á landi. Greint var frá þessu í há­deg­is­frétt­um RÚV.

Í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni, sem send var út í gær, seg­ir að eng­ar vís­bend­ing­ar séu um að lyfið bæti bata­ferli kór­ónu­veiru­sjúk­linga. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að niður­stöður bendi til að lyfið hafi eng­in áhrif á lífs­lík­ur, þörf á önd­un­ar­vél, tíma bata­ferl­is eða aðra þætti þess. Niður­stöðurn­ar byggj­ast á til­raun sem gerð var á 7.000 sjúk­ling­um, en þess er þó getið að þörf sé á frek­ari rann­sókn­um.

Í sam­tali við RÚV seg­ir Magnús Gott­freðsson, yf­ir­lækn­ir og pró­fess­or í smit­sjúk­dóma­lækn­ing­um, að lyfið hafi gefið góða raun hér á landi en lækn­ar muni leggj­ast yfir ráðlegg­ing­ar Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

Remdesi­v­ir er breiðvirk­andi lyf sem notað hef­ur verið gegn veiru­sýk­ing­um um hríð. Magnús seg­ir all­stór­an hluta þeirra sjúk­linga sem lagst hafa inn á sjúkra­hús vegna veirunn­ar hafa fengið lyfið. Þá fékk Don­ald Trump lyfið einnig þegar hann veikt­ist af kór­ónu­veirunni í síðasta mánuði.

Magnús seg­ir þó ekk­ert benda til þess að lyfið geti stefnt sjúk­ling­um í hættu. „Ég held að rök­semd­ir Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar lúti frek­ar að kostnaðinum sem fylg­ir kaup­um á þess­um lyfj­um og þeir telji að hugs­an­lega sé hægt að nýta fjár­magnið á skyn­sam­legri hátt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka