Alls greindust 5 kórónuveirusmit innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. 205 eru í sóttkví og jafnmargir eru í einangrun. Í skimunarsóttkví eru 749.
Alls voru tekin 324 sýni innanlands í gær en 444 við landamærin.
Miðað við 100 þúsund íbúa eru 43,6 smit innanlands síðustu tvær vikurnar en 10,9 á landamærunum á sama tímabili. Þrjú virk smit greindust á landamærunum í gær en einn var með mótefni. Sjö bíða niðurstöðu mótefnamælingar.
33 börn með Covid
2 börn yngri en eins árs eru í einangrun, 10 börn á aldrinum 1-5 ára eru í einangrun og 16 börn 6-12 ára. 5 börn á aldrinum 13-17 ára er með Covid-19 í dag. Alls eru því 33 börn smituð af Covid-19 þessa stundina.
Í aldurshópnum 18-29 ára eru 29 smit, á fertugsaldri eru smitin nú 38 talsins en í aldurshópnum 40-49 er 31 smit. Á sextugsaldri eru 36 með Covid og á sjötugsaldri er 21smit. 9 eru með Covid á aldrinum 70-79 ára, 7 á níræðisaldri og 1 einstaklingur yfir nírætt eru með veiruna að því er fram kemur á covid.is.
Á höfuðborgarsvæðinu eru 158 í einangrun og 148 er í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 4 smitaðir en 3 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 5 smit en 11 í sóttkví. Á Austurlandi er eitt smit og og 2 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru 28 smit og 24 í sóttkví. Á Norðvesturlandi eru 1 smit og enginn í sóttkví. Á Vestfjörðum er 1 smit og 8 í sóttkví og á Vesturlandi eru 11 smit og 8 í sóttkví. Óstaðsettir í hús er 1 í sóttkví.